Hulda og markþjálfunin

Ég er búin að þekkja Huldu í mörg ár og er mér það heiður að fá að kalla hana vinkonu mína því hún er frábær, heilsteypt, skynsöm, hlý og góð manneskja.

Þegar hún hafði samband við mig og sagði mér frá að hún væri byrjuð að læra markþjalfun þá dáðist ég að dugnaðinum í henni, rekandi fyrirtæki og vera síðan byrjuð í krefjandi námi. 

Svo bauð hún  mér að koma í tíma hjá sér, mín fyrstu viðbrögð voru að ætla að neita, því jú hvað hefði ég að gera í markjþjálfun.... er þetta eitthvað fyrir mig .....  ég vissi varla hvað þetta var og var frekar skeptísk á þetta  en ákvað að segja já, vera með opinn huga og reyna eitthvað nýtt.

Ég er í dag svo þakklát fyrir að Hulda skyldi bjóða mér að koma og að ég hafi verið nógu skynsöm til að segja já því hún hjálpaði mér meir en nokkur gæti trúað. 

Ég var mjög langt niðri á þessum tíma bæði líkamlega og andlega, svo fór ég að fara í tíma hjà henni  einu sinni í viku í nokkra mánuði og hún sá og fann að ekki var allt í lagi strax í fyrsta tímanum.

Hún hjálpaði mér að horfast í augu við sjálfa mig og finna út hvað væri að og hvað ég ég gæti gert í mínum málum.

“Hvað viltu gera, hvað langar þig að gera, gerðu plön, settu þér markmið, hvað gefur þú gert til að laga ástandið” 

Þetta voru spurningar sem ég var bara ekkert tilbúin í að svara, aðallega fyrir sjálfa mig því ég eiginlega sá ekki að ég gæti leyst þetta. 

En með tímanum og frábæru heimanámi, sjálfsskoðun, settum markmiðum, stuttum skrefum í einu hafðist þetta. 

Hulda er bjargvættur minn og það er henni að þakka, hennar leiðbeinslu, hlýju og vináttu sem ég er komin upp úr minni lægð og er að stefna á að láta drauma mína rætast .

Takk fyrir allt Hulda mín 

Margrét Bragadóttir

🥰