Vöruflokkar: Allir flokkar, Bakkar, bretti og glasamottur, Jökull - vörulína
1.500 kr
NÝTT! DISKAMOTTUR
Diskamottur sem eru handunnar í Skandinavíu, framleiddar úr FSC® vottuðum pappír og PET plasti 30x40 cm í vörulínunni Jökull.
Fæst í stykkjatali og passar einstaklega vel inn í vörulínuna Jökull, t.d með servéttum og glasamottum. Mega ekki fara í uppþvottavél. Þurrkið af með þurrum eða rökum klút.
Upplýsingar frá framleiðanda um vöruna:
PET, er heiti á tegund af glæru, sterku, léttu og 100% endurvinnanlegu plasti. Ólíkt öðrum plasttegundum er PET plast ekki einnota - það er 100% endurvinnanlegt, fjölhæft og gert til að endurgera það.
FSC®-vottorð
Við erum vottuð samkvæmt FSC® staðlinum, það þýðir að við kaupum eingöngu viðarvörur frá FSC® vottuðum birgjum. Með því að nota FSC® vottaðan spón og aðrar viðarvörur í vörur okkar tökum við ábyrgð á því að nota við úr skógum sem eru ræktaðir á ábyrgan hátt og með langtímasjónarmið.
Hönnuðurinn Hulda, sækir innblástur sinn í náttúruna. Fegurð landsins okkar er yfirnáttúruleg og jöklarnir sem eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga eru henni uppspretta hugmynda. Litabrigðin milli hvíts og svarts, sem og jökulsprungurnar hanna munstrið, óútreiknanlegt og ægifagurt.