Hönnuðurinn Hulda, sækir innblástur sinn í náttúruna. Fegurð landsins okkar er yfirnáttúruleg og jöklarnir sem eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga eru henni uppspretta hugmynda. Litabrigðin milli hvíts og svarts, sem og sprungurnar hanna munstrið, óútreiknanlegt og ægifagurt.