Ég, Hulda er í marþjálfunarnámi og stefni á vottun og framhaldsnám í kjölfarið.
Markþjálfun er samtalstækni sem miðar að því að hjálpa þér að finna rétta stefnu og sjá lausnirnar innra með þér. Þannig er markþjálfi liðsmaður í þínu ferðalagi. Hann beinir þér að kjarna málsins með kraftmiklum spurningum og skapar rými fyrir vöxt og viðhorfsbreytingar.