Um mig

Um mig
Ég fæddist árið 1969 í Reykjavík en flutti norður í sveit með mömmu minni sem fór til að gerast kaupakona og sjá okkur farborða. Pabbi Óli var ekki mikið inni í myndinni enda hann í Reykjavík og í þá daga var svolítið meira mál að ferðast alla þessa leið. Mamma kynntist svo bónda í sveitinni og gekk hann mér í föðurstað.

Ég átti hamingjuríka æsku í sveitinni, elskaði dýrin okkar og talaði við sum þeirra enda var ég viss um að þau skildu mig. Ég fór að veiða í ánni og stalst í fljótið með systur minni, lék mér í heyinu, rakaði dreifar þegar ég neyddist til og tók á móti lömbum á vorin. Ég faldi mig milli leiðanna í kirkjugarðinum og þóttist vera draugur og fór í gönguferðir niður í Staðarbakka og upp í fjall að Grásteini. 

Mér gekk vel í skóla en varð því miður fyrir einelti sem átti eftir að hafa áhrif á líf mitt fram eftir ævi. Ég hafði þó tök á að gera þau mál upp löngu síðar.

Ég fór í framhaldsnám á Akureyri, í MA og Myndlistarskólann og hélt þaðan í nám til Ítalíu til að læra tískuhönnun og stefndi á framhaldsnám í Róm en í millitíðinni kynntist ég barnsföður mínum og plönin breyttust.  

Við maðurinn minn áttum stormasamt hjónaband en því miður glímdi hann við andleg veikindi og slitum við samvistum eftir rúm tíu ár. Hann lést árið 2011. Við áttum okkar góðu tíma og eignuðumst þrjú yndisleg börn sem nú eru öll komin í fullorðinna manna tölu. En án hans hefðu ljóðin og gullkornin mín seint orðið til, trúi ég. 

Ég lærði grafíska hönnun og útskrifaðist árið 2006 og fór að vinna við það í Ásprent og síðar á auglýsingastofunni Stíl. 

Ég hafði alltaf haft gaman af að skrifa og hélt dagbækur og fór að skrifa einhverja texta sem smátt og smátt breyttust í ljóð og gullkorn. Skrifin nýtti ég sem leið til að vinna úr áföllum liðinna ára.  

Það var síðan einn dag sem ég ákvað að gefa út tækifæriskort með nokkrum af ljóðunum mínum og hélt í söluferð sem varð ferð til fjár og nú áratug síðar eru kortin mín enn í sölu auk fjölda vara sem hafa bæst við síðar á leiðinni.  

Skrifin mín hjálpuðu mér á þessari leið og nú vona ég innilega að þau komi til með styðja aðra, því stofnaði ég fyrirtækið mitt Hjartalag. Með Hjartalagi á ég mér markmið en það er að breiða út hlýju, kærleika og alúð með ljóðum, gullkornum og jákvæðum boðskap. Tilgangurinn er að efla samstöðu, jákvæðni og uppbyggingu í samfélaginu.

Frá 2019 hef ég verið meira og meira að snúa mér að andlegum málefnum og um leið að vinna meira í sjálfri mér. Ég lærði markþjálfun og lauk framhaldsnámi í því, fór svo í Dáleiðsluskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í klínískri dáleiðslu og hugrænni endurforritun. Ég lærði líka Reiki I & II, Reikimeistarann, heilun og tarotlestur. Og er hvergi nærri hætt :)  

Menntun
2023 Reiki I & II, Reikimeistarinn
2023 Klínísk dáleiðsla og Hugræn endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands
2022 Grunnnám í dáleiðslu frá Dáleiðsluskóla Íslands
2019-2021 Grunn og framhaldsnám í Markþjálfun Evolvia
2004-2006 Myndlistaskólinn á Akureyri grafísk hönnun
1991-1993 Istituto Europeo di Arti Operative Tískuhönnunarnám, diploma 2 ár á Ítalíu
1990-1991 Myndlistaskólinn á Akureyri fornám1990-1991 
1986-1990 Menntaskólinn á Akureyri, tungumálabraut

Námskeið
2014 Markaðsmál á mannamáli
2013 Facebook markaðssetning á netinu, tauþrykksnámskeið Símennt
2012 Brautargengi
2009 Dale Carnegie
2006-2020 Ýmis námskeið, flash, indesign, illustrator, bókhaldsnámskeið, markþjálfun, hugleiðslunámskeið, o.m.fl.

Sýningar 
2020-2022 Ýmsar sölusýningar á Íslandi
2019 Handverkshátíð Eyjafirði, Handverk og hönnun, Bleikur október H&H og fl.
2018 Handverkshátíð Eyjafirði
2017 Handverkshátíð Eyjafirði
2017 Handverk og hönnun í maí
2016 Handverkshátíð í Eyjafirði
2016 Hönnunarmars
2015 Handverkshátíð í Eyjafirði í ágúst
2015 Handverk og hönnun í maí og nóvember
2015 Hönnunarmars
2014 Handverkshátíð í Eyjafirði í ágúst
2014 Handverk og hönnun í maí
2013 Handverk og hönnun Ráðhúsi Reykjavíkur í nóvember
2013 Handverkshátíð í Eyjafirði í ágúst
2004-2006: Samsýningar í Myndlistaskólanum á Akureyri
1997-1998, sýningar á Landsspítalanum og á FSA. Einkasýning 
1996: Kaffi París Einkasýning á tískumyndum
1992-1993 Tískusýningar Ítalíu 

Verðlaun 
2012 Besta kynningin á Brautargengi, haustönn
2009: Verðlaun fyrir góðan árangur á Dale Carnegie námskeiði
2007: Önnur verðlaun í samkeppni um merki fyrir Local food
2004: Önnur verðlaun í samkeppni um plakat vegna listahátíðar 2004
1995: Ýmis verðlaun í fatahönnunarkeppni