Skilmálar & persónuverndarstefna

Almennt
Seljandi er Hjartalag, kt. 530513–2030. Þórunnarstræti 97, 600 Akureyri
Sími 896-5099 Vsk.nr.: 104048. Netfang: hjartalag@hjartalag.is

Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikningi. Kaupandi verður að vera orðinn fjárráða til þess að eiga viðskipti á vefsvæði Hjartalags Hjartalag.is.

Eftirfarandi skilmálar gilda um viðskipti seljanda og kaupanda svo og um notkun á vefversluninni Hjartalag.is. Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur seljanda annars vegar og kaupanda hins vegar. Þegar sérstökum ákvæðum þessara skilmála sleppir gilda um viðskiptin lög um neytendakaup nr. 48/2003 og eftir atvikum lög um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000.

Allar upplýsingar á vefnum eru með fyrirvara um prentvillur, verðbreytingar og birgðastöðu.

Skilafrestur og endurgreiðslu­réttur
Skilafrestur er 30 dagar, þ.e. hafi kaupandi keypt vöruna í gegnum Hjartalag.is hefur hann 30 daga til að hætta við kaup á vöru að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í góðu lagi og í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum móttakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með ef endurgreiðsla á að eiga sér stað.

Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Upphæð endurgreiðslu skal vera það verð sem kemur fram á pöntunarstaðfes­tingu.

Pöntun
Þegar kaupandi hefur staðfest pöntun á vefsvæðinu Hjartalag.is telst hún bindandi milli aðila. Seljandi sendir kaupanda pöntunarstaðfes­tingu um leið og pöntun er skráð að því gefnu að kaupandi hafi réttilega gefið upp netfang sitt. Kaupandi er hvattur til að kanna sérstaklega hvort pöntunarstaðfesting er berst honum frá seljanda er í samræmi við pöntun hans.

Upplýsingar um vöru
Upplýsingar um vörur eru settar fram eftir bestu vitund seljanda hverju sinni. Í framsetningu upplýsinga gerir seljandi fyrirvara um birtingar- og/eða innsláttarvillur í myndum og texta.

Sé vara uppseld áskilur Hjartalag sér rétt til að fella niður pöntun kaupanda að hluta til eða í heild. Kaupanda er ávallt tilkynnt um slíkar ákvarðanir og honum boðið að breyta pöntuninni eða samþykkja niðurfellingu hennar.

Verð
Seljandi áskilur sér rétt til að breyta verði á vöru án fyrirvara. Það verð gildir er fram kemur á pöntunarstaðfes­tingu kaupanda hverju sinni.

Heildarkostnaður við kaup á vöru er tekinn fram áður en kaupandi staðfestir pöntun endanlega. Hann inniheldur allan kostnað við pöntun s.s. þjónustu, sendingargjald o.s.frv.

Skattar og gjöld
Öll virðisaukaskyld verð í netversluninni eru með VSK og reikningar eru gefnir út með VSK.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

Greiðsla
Kaupandi getur innt af hendi greiðslu með greiðslukorti eða bankamillifærslu. Þegar kaupandi velur að greiða vöruna með greiðslukorti er upphæð skuldfærð þegar varan er afgreidd af lager Hjartalags. Ef greiðsla berst ekki áskilur seljandi sér rétt til að fella niður pöntunina án frekari tilkynninga. Velji kaupandi að greiða með bankamillifærslu eru vörur teknar frá þar til greiðsla berst til seljanda. Vörur eru geymdar á lager í 3 daga með tilliti til stórhátíðardaga. Ef millifærsla berst ekki innan þess tíma er pöntun felld niður án frekari tilkynninga.

Afhending á vöru
Seljandi leitast við að afhenda vöru 3-5 daga frá því pöntun er móttekin. Sent er með Íslandspósti nema að samið sé um annað.

Móttaka vöru
Kaupandi skal við móttöku vöru athuga án tafar og innan eðlilegra tímamarka hvort varan sé ógölluð og í samræmi við pöntunarstaðfes­tingu og vörulýsingu. Þá skal kaupandi kanna hvort um sé að ræða skemmdir á vörunni tilkomnar vegna flutnings.

Viðskiptavinur hefur 30 daga til að ganga úr skugga um að vara sé óskemmd vegna flutnings.

Galli
Ef vara er gölluð eða eitthvað vantar í vöruna er seljanda skylt að bjóða kaupanda viðgerð, nýja vöru, afslátt eða afturköllun kaupa. Það fer eftir atvikum hvaða leið er valin hverju sinni.

Tilkynning á galla verður að berast munnlega eða skriflega.

Seljandi áskilur sér rétt til að sannreyna að varan sé gölluð, þó innan eðlilegra tímamarka.

Ábyrgð
Ábyrgð seljanda er í samræmi við það sem kveðið er á um í lögum um neytendakaup. Ábyrgð er ekki staðfest nema pöntunarstaðfes­tingu og kvittun fyrir kaupum sé framvísað.

Seljandi ber enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að hún er send frá seljanda til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Persónuup­plýsingar
Hjartalag meðhöndlar persónuupplýsingar kaupanda vegna notkunar á vefsvæðinu Hjartalag.is í samræmi við gildandi lög og reglur um meðferð persónulegra upplýsinga á hverjum tíma.

Notkun vefsíðu
Þessi vefsíða notar kökur (cookies) til að gera reynslu þína betri. Með því að halda áfram notkun vefsins staðfestir þú samþykki þitt fyrir því, en þú getur sagt þig frá þess konar notkun.

Kaupandi skuldbindur sig til að gefa réttar upplýsingar við kaupin, svo sem heimilisfang og netfang.

Eignarréttur
Vara er eign seljanda þar til kaupverð er að fullu greitt. Eignarréttur seljanda helst þar til fullnaðargreiðsla hefur borist þrátt fyrir að um reikningsviðskipti eða annað lánaform sé að ræða.

Höfundarréttur og vörumerki.
Allt efni á vefsvæði Hjartalags, Hjartalag.is, er eign Hjartalags. Allar vörur sem birtast hér á síðunni eru varðar með höfundarétti hönnuða og nytjaleyfi fyrirtækisins og má ekki með neinum hætti afrita né nýta á neinn annan hátt, samanber lögum um höfundarétt. Vörumerkið er einnig skráð og má með engum hætti nota nema með leyfi fyrirtækisins.

Úrlausn vafamála
Reynt er að leysa öll mál á sem einfaldastan hátt. Ef það tekst ekki er möguleiki að bera málið undir Kærunefnd þjónustu og lausafjárskaupa hjá Neytendastofu. Sem loka úrræði er mögulegt að fara með málið fyrir dómstóla. Lög og varnarþing Hjartalag ehf. er Héraðsdómur Norðurlands eystra.

Almennt
Hjartalag áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga, og breyta verði eða hætta að bjóða upp á vöru eða þjónustu fyrirvaralaust. Verði seljandi fyrir óviðráðanlegu ytri atviki (force majeure), svo sem eldgosi, jarðskjálfta, verkfalli eða þess um líkt, er seljanda heimilt að frest efndum sínum eða falla frá kaupunum.