Hugræn endurforritun er einföld og árangursrík aðferð sem er sérsniðin að hverjum einstaklingi fyrir sig m.a. til að vinna úr áföllum, styrkja sjálfsmyndina og bæta líðan. Í Hugrænni endurforritun er unnið með undirvitundinni sem hefur m.a. aðgengi að öllum þínum minningum. Með vaxandi sjálfsþekkingu færðu fleiri lykla og verkfæri til að takast á við verkefni lífsins og þar með meiri hæfni til að bæta eigin hamingju.
Hver meðferð getur tekið frá 2,5 - 4 klst.
Hafðu samband á hjartalag@hjartalag.is til að bóka tíma eða fá frekari upplýsingar.
Nánar um Hugræna endurforritun á https://daleidsla.is/hef
Hulda er sérfræðingur í Klínískri dáleiðslu og Hugrænni endurforritun frá Dáleiðsluskóla Íslands og hefur lengi haft áhuga á huganum og hvernig hægt er að bæta líðan fólks.
Hulda er Reikimeistari og með alþjóðlega hæfnisvottun í markþjálfun.