Vöruflokkar: Allir flokkar, Dáleiðlsa, Dáleiðsla - Hugræn endurforritun, Meðferðir - Námskeið, Námskeið

Litað í flæði - Tenging - Orka - Innsæi

Leiktu þér með því að lita í flæði í tengingu við innri orku, innsæi og/eða æðri mátt.

NÆSTA NÁMSKEIÐ AUGLÝST SÍÐAR
Tímalengd um 3,5 klst.
Skráning: hulda@hjartalag.is
Verð: 15.000 kr.
Leiðbeinandi er Hulda Ólafsdóttir
Takmarkaður fjöldi þátttakenda
Litir og blöð á staðnum en það er líka velkomið að koma með sitt eigið.
Kaffi/te/vatn í boði
Hulda leiðir þátttakendur í flæði með hugleiðslu og svo fær hver og einn að skapa.
Engin krafa er gerð um að geta teiknað og er ekki tilgangur, ferðalagið er markmiðið.
 
Hulda er grafískur hönnuður, tískuteiknari, dáleiðari, markþjálfi, reikimeistari og heilari. Hún er nýkomin úr námi í Orku - List og Miðlun frá Arthur Findley Collage á Englandi.
Takmarkanir: Það er kisa á staðnum ef þú ert með ofnæmi.

SAGT UM NÁMSKEIÐIÐ
„Litað í flæði er eitt það magnaðasta sem ég hef upplifað.  Að hafa litla sem enga hæfileika að teikna og fara í flæði undir fallegri handleiðslu Huldu. Hún kemur manni á stað sen á sér enga lýsingu. Töfrum líkast er eitthvað sem hægt er að segja. Þessi upplifun sem ég átti er í raun varla hægt að lísa nema fara sjálf(ur) á námskeið til hennar. 
Mæli svo sannarlega með og ég á eftir að fara aftur 
Takk fyrir mig ❤️🙏❤️“

„Ég var svo heppin að fara á námskeiðið Litað í flæði hjá Huldu Ólafsdóttur í byrjun nóvember sl. Mæli mjög með því. Litir og pappír voru til staðar. Fallegar hugleiðslur og leiðsögn um hvernig að nota liti og leyfa sér að fylgja flæði sem myndast og taka eftir hugboðum. Takk Hulda fyrir að skapa þetta námskeið og stýra því af alúð og hlýju.“

„Námskeiðið var ánægjulegt og hvetjandi, fullt af ljósi og hlýju sem er góður jarðvegur sköpunar og flæðis í tengingu.“



Customer Reviews

Be the first to write a review
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)
0%
(0)