Vöruflokkar: Allir flokkar, Markþjálfun / Námskeið, Meðferðir - Námskeið, Námskeið
69.000 kr
Viltu að þér líði betur?
Viltu bæta eigið líf og líðan?
Ertu tilbúin að vinna úr áföllum og vanlíðan?
Ertu tilbúin að takast á við bagga fortíðar og sleppa tökum af þeim?
Viltu vaxa og njóta lífsins betur, fá meira sjálfstraust og eflast á því sviði sem þú sækist eftir
Viltu kynnast þér betur og ná betri tökum á lífinu?
Ef þú svaraðir einhverri af þessum spurningunum játandi þá er þetta námskeið fyrir þig og ég lofa að þú nærð árangri.
„ANDLEG TILTEKT - út með ruslið, inn með fegurð & betri framtíð!“ er sjálfsræktarnámskeið um djúpa sjálfsvinnu þar sem farið er í marga mikilvæga þætti til að bæta eigið líf og líðan.
Mitt markmið er að gefa þér þau verkfæri sem hafa gagnast mér og öllum þeim sem hafa leitað til mín í sínum persónulega þroska.
Hér framundan er spennandi og krefjandi ferðalag þar sem þú kemur til með að rannsaka hver þú sjálf ert með því að hlusta betur á andlega og líkamlega heilsu og þannig verða meðvitaðri um sjálfa þig og enn betri bílstjóri í eigin lífi.
Á námskeiðinu kemurðu til með að horfa á jákvæðu þættina í lífi þínu, byggja það upp sem er gott og gera enn betra. Kannski muntu uppgötva nýjar hliðar á sjálfri þér og sjá styrkleikana þína enn betur. Þú skoðar líka áföllin þín, streituvalda og það sem er að valda þér vanlíðan og ferð markvisst að vinna að betri líðan, létta á birðum og sleppa tökum.
Þú rannsakar hvað það er sem veita þér orku og næringu í lífinu og þú munt skoða draumana þína, langanir og væntingar. Svo gerir þú þér markmið og finnur leiðir til að viðhalda því sem þú hefur lært. Kannski losar þú þig við eitthvað sem hefur verið að halda aftur af þér í lífinu og í staðinn myndast rými fyrir eitthvað dásamlegt sem þig langar að hafa. Allt eftir því hvað þú vilt.
INNIHALD NÁMSKEIÐS
1. Tíu (10) fyrirlestrar
2. Framhaldið - Viðhald og vöxtur
3. Verkefni með hverjum fyrirlestri
4. Dagbókarform til útprentunar
5. Fjórar hugleiðslur
6. Aukaefni s.s tvö plaköt til útprentunar og skipulagsskjal
7. Símatímar - 15 mín. í allt að 4 skipti eftir þörfum hvers og eins
BÓNUS: 20% afsláttur í dáleiðslu hjá Huldu á tímabilinu
20% afsláttur úr vefverslun Hjartalags á tímabilinu (færð sendan kóða)
FYRIRKOMULAG
Þú hefur aðgengi að námskeiðinu í 9 mánuði frá því þú keyptir það.
Þú hefur þinn eiginn aðgang og þarft að skrá þig inn á svæðið þitt
Inni á þínu svæði geturðu merkt við það sem þú ert búin með og fylgst með framvindunni. Þú færð úthlutað allt að fjórum (10-15 min.) símtölum til stuðnings á tímanum eftir þörfum og samkomulagi.
LEIÐBEINANDINN
Hulda Ólafsdóttir er dáleiðari, markþjálfi heilari og reikimeistari. Hulda hefur mikinn áhuga á að styðja við aðra sem hafa löngun til að vinna í sínum málum, takast á við bagga fortíðar, eflast og blómstra og ná þannig persónulegum vexti í eigin lífi.
Flestir lenda í krefjandi aðstæðum í lífinu og ef lítið eða ekkert er gert til að vinna úr málum, safnast þau fyrir (í líkamanum og á sálinni) og verða stundum eins og ókleif fjöll. Þá þarf að horfa á þau eins og eina og eina þúfu, eitt skref í einu og að lokum ertu komin á toppinn!