Vöruflokkar: Allir flokkar, Markþjálfun, Markþjálfun / Námskeið, Meðferðir - Námskeið

Markþjálfun - Persónulegur vöxtur

Langar þig að vaxa? Hvert viltu vaxa? Hvernig viltu vaxa?
Það er svo misjafnt hvað hver og einn telur vöxt vera og er algjörlega persónubundið. Löngun til að bæta eitthvað, breyta og fara nýjar leiðir er fyrsta skrefið. Fara út fyrir þægindarammann og víkka sjóndeildarhringinn. Lítil byrjunarskref geta breyst í langstökk eða hástökk, jafnvel fallhlífarstökk, allt eftir því hvað hver og einn hefur löngun til.  Þetta gæti átt við þig ef þú...

  • ert leitandi í lífinu og finnst eitthvað vanta
  • vilt bæta eitthvað og efla í fari þínu eða lífi
  • þarft að taka ákvarðanir en finnst það erfitt
  • vilt finna draumana þína og láta þá rætast
  • vilt fá betri yfirsýn, skipulag og stefnu
  • vilt kynnast þér betur, bæta líf þitt og auka hamingju

Innifalið kaupum:

  • 3 eða 6 tímar í markþjálfun (fer eftir kaupum)
  • Dagbókarform til útprentunar
  • Plakat til útprentunar að eigin vali til með gullkorni eftir Huldu/Hjartalag 

Hvað er markþjálfun?
Markþjálfun er samtalstækni sem miðar að því að hjálpa þér að finna rétta stefnu og sjá lausnirnar innra með þér. Þannig er markþjálfi liðsmaður í þínu ferðalagi. Hann beinir þér að kjarna málsins með kraftmiklum spurningum og skapar rými fyrir vöxt og viðhorfsbreytingar.

 

 

Fjöldi tíma