Vöruflokkar: Allir flokkar, Gjafabréf, Markþjálfun, Markþjálfun / Námskeið, Meðferðir - Námskeið, Rafrænar vörur, Skemmtilegar & öðruvísi gjafir

Markþjálfun - Orkugjafarnir mínir

KYNNING 
Í markþjálfunarnámi mínu fæddist hugmynd þar sem Hjartalag og markþjálfun eru tengd saman og nefndi ég það MÍNIR ORKUGJAFAR. Þar finnur þú með minni aðstoð hvað það er sem drífur þig áfram og veitir þér orku svo þú megir nýta það betur í þínu lífi.

Hvernig fer þetta fram?
Eftir samkomulagi á tímasetningu kemur þú til mín (Huldu) í 1 klst. samtal á Zoom þar sem þú færð að blómstra og ég aðstoða þig með mikilvægum spurningum að finna hvað nærir þig og gefur þér orku og gleði í lífinu.
Í lok samtalsins ertu komin með þinn eiginn orkulista með orðum sem skipta þig máli. Ég mun síðan hanna plakat úr þeim, sem þú færð sent heim rafrænt eða í ramma (stærð A4, en möguleiki er að semja um aðra stærð og þá verð).
Myndin mun svo gefa þér orku í hvert sinn sem þú horfir á hana og hjálpar þér að ganga þína leið. 
Eftir að pöntun fer fram hef ég samband við þig á tölvupósti og við finnum okkur tíma saman. 

Gjafabréf
Í boði er einnig að kaupa þetta sem gjafabréf sem jólagjöf, afmælisgjöf eða vináttugjöf. En þá færðu sent gjafabréfið á netfangið sem þú gefur upp og getur þá prentað það út. 



 

Plakat