Námskeiðið samanstendur af 10 stuttum fyrirlestrum og verkefnum sem fylgja með.
Þú færð einnig:
* Dagbókarform til útprentunar
Bónus: Rafrænt plakat sem þú getur prentað út
Hér framundan er spennandi ferðalag þar sem þú kemur til með að rannsaka hver þú sjálf ert með því að hlusta betur á líkama þinn og sál og þannig verða meðvitaðri um sjálfa þig og enn betri bílstjóri í eigin lífi.
Þú kemur til með að horfa á jákvæðu þættina í lífi þínu, byggja það upp sem er gott og gera enn betra.
Kannski muntu uppgötva nýjar hliðar á sjálfri þér og sjá styrkleikana þína enn betur.
Þú rannsakar hvað það eru sem veita þér orku og næringu í lífinu, og þú munt skoða draumana þína, langanir og væntingar. Svo gerir þú þér markmið og finnur leiðir til að viðhalda því sem þú hefur lært.
Kannski losar þú þig við eitthvað sem hefur verið þér til trafala og í staðinn geturðu sett eitthvað dásamlegt sem þig langar að hafa. Allt eftir því hvað þig langar í?
Engar vörur fundust í þessum flokki