Listmeðferð: Áföll og fastar tilfinningar, úrvinnsla og sjálfsstyrking með dáleiðslu/hugleiðslu, heilun og sköpun (lita, teikna, mála og/eða skrifa).
Unnið er úr áföllum og/eða föstum tilfinningum sem eru að hamla þér á einn eða annan hátt í lífinu, meðvitað eða ómeðvitað.
Á námskeiðinu kallar þú fram fastar tilfinningar/áföll í leiddri hug-/dáleiðslu og tjáir þær með því að lita á blað í því flæði. Þannig sleppir þú tökum af þeim og upplifir létti.
Í bland við áfallavinnu ferðu í leiddar hug/dáleiðslur til að efla og byggja upp sjálfstraust þitt.
Engu máli skiptir þó þér finnist þú ekki geta málað/litað (þetta snýst ekki um það). Ef það hentar þér betur þá er möguleiki að skrifa texta og tjá sig þannig í staðinn.
Þú vinnur með eigin tilfinningar og líf og þarft ekki að segja frá hvað þú ert að upplifa og þannig geturðu verið frjáls í þinni tjáningu en að sjálfsögðu í virðingu við aðra á námskeiðinu. Rými verður fyrir því að deila upplifunum en er ekki krafa. Leiðbeinendur leiða og styðja þig eftir þörfum.
Þetta er djúp sjálfsvinna og mikilvægt að gefa helginni algert rými og ýta öðru til hliðar eins og hægt er. Huga þarf að hvíld, næringu og jafnvægi.
Mikilvægt er að virða tímasetningar þar sem um hóphugleiðslur/hópdáleiðslur er að ræða og sitja allt námskeiðið en það er byggt upp á ákveðinn hátt og í röð sem skiptir máli til að ná sem bestum árangri.
Allt efni er á staðnum, svo sem litir og blöð en frjálst er að koma með sitt eigið. Te, vatn og kaffi í boði.
Leiðbeinendur:
Hulda Ólafsdóttir dáleiðari, reikimeistari, heilari, markþjálfi, grafískur hönnuður og konan á bak við Hjartalag ehf.
Hildur Salína Ævarsdóttir; dáleiðari, markþjálfi, 1. og 2. stigs reiki, hársnyrtir, leiðsögumaður og bílstjóri.
Staðsetning: Sálarrannsóknarfélag Akureyrar, Skipagötu, bakhús
Tímasetning: Lau. 11. jan. kl. 13-18 &
sun. 12. jan. kl. 10-17. (Hádegishlé kl. 13-14)
Skráning/uppl. hjá Huldu, hulda@hjartalag.is / s. 896 5099.
Verð: 55.000 kr.
Staðfestingargjald kr. 10.000 greiðist við skráningu. 565-26-530513, kt. 5305132030
Takmarkaður fjöldi. Kynnið ykkur endurgreiðslu stéttarfélaga.