Vöruflokkar: Allir flokkar, Námskeið

Hlustaðu á hjartað - Örnámskeið

Á þessu örnámskeiði kynnistu sjálfri þér, ferð inn á við og skoðar hvað það er sem innsæi þitt og hjarta er að segja þér. En hvers vegna er mikilvægt að skoða þetta?

Fyrir mig og fyrir marga er þetta lífslykill. Með því að kynnast og þekkja sjálfa/n sig vel, þekkja gildin sín, styrkleikana og læra á veikleikana sína má finna sátt og finna þakklæti og hamingju hið innra. Það snýst ekki um veraldleg gæði heldur gæði hið innra. Það er allt í lagi að eiga veraldleg gæði en veraldleg gæði án gæða hið innra verður fljótlega mjög innantómt líf. Með sjálfsrækt auðgar þú þín innri gæði.

Með því að kynnast betur fyrir hvað við stöndum, lærum við að stjórnumst minna af öðrum og umhverfinu í kringum okkur og þannig hafa þau áhrif að við gleymum að hugsa hvað það er sem við raunverulega þörfnumst og hver raunverulegur vilji okkar er.

Á þessu örnámskeiði ætlum við að hlusta á hjartað í okkur og átta okkur betur á hvað innsæið er að segja okkur og þannig fylgja okkar leið í lífinu.