Vöruflokkar: Allir flokkar, Markþjálfun, Markþjálfun / Námskeið, Meðferðir - Námskeið

Markþjálfun - stakur tími

Hvað er markþjálfun?
Markþjálfun er samtalstækni sem miðar að því að hjálpa þér að finna rétta stefnu og sjá lausnirnar innra með þér. Þannig er markþjálfi liðsmaður í þínu ferðalagi. Hann beinir þér að kjarna málsins með kraftmiklum spurningum og skapar rými fyrir vöxt og viðhorfsbreytingar.

Markþjálfun gæti verið fyrir þig ef þú...

  • ert leitandi í lífinu og finnst eitthvað vanta
  • vilt bæta eitthvað og efla í fari þínu eða lífi
  • þarft að taka ákvarðanir en finnst það erfitt
  • vilt finna draumana þína og láta þá rætast
  • vilt fá betri yfirsýn, skipulag og stefnu
  • vilt kynnast þér betur, bæta líf þitt og auka hamingju

Ég heiti Hulda Ólafsdóttir og er með alþjóðlega hæfnisvottun ACC frá ICF og lauk framhaldsnámi í markþjálfun 2021 hjá Evolvia.

Ég á og rek fyrirtækið Hjartalag en markmið Hjartalags er að breiða út hlýju, kærleika og alúð með ljóðum, gullkornum og jákvæðum boðskap. Tilgangurinn er að auka samstöðu, jákvæðni og uppbyggingu í samfélaginu.

Ég fór í markþjálfunarnám til að efla sjálfa mig í lífi og starfi og nú langar mig til að nýta þekkinguna til að hjálpa þér til að vaxa.