Vöruflokkar: Allir flokkar, Bakkar, bretti og glasamottur, Jökull - vörulína
5.890 kr
Handunnir í Skandinavíu, morgunverðarplattar úr birkispóni 12x18 cm í vörulínunni Jökull.
Fáanlegir 4 saman og passa einstaklega vel undir hrökkbrauðið/samlokuna eða smáréttina. Passar einstaklega vel inn í vörulínuna Jökull, t.d með servéttum og glasamottum. Mega ekki fara í uppþvottavél.
Vörulínan Jökull Hönnuðurinn Hulda, sækir innblástur sinn í náttúruna. Fegurð landsins okkar er yfirnáttúruleg og jöklarnir sem eiga undir högg að sækja vegna loftslagsbreytinga eru henni uppspretta hugmynda. Litabrigðin milli hvíts og svarts, sem og jökulsprungurnar hanna munstrið, óútreiknanlegt og ægifagurt.