Um mig
Ég ólst upp í sveit norður í landi við sögur af álfum og Huldufólki. Ég teiknaði með vísifingri listaverk í himinhvolfið fyrir ofan mig og horfði á stjörnurnar.
Ég skrifaði sögur, teiknaði og bjó mér til ævintýraheima í huganum og sá fyrir mér heimsfrægð í framtíðinni.
Nú legg ég mitt af mörkum til að gera heiminn örlítið betri með því að breiða út hlýju og kærleika sem víðast með hönnun minni, gullkornum og ljóðum.